NOLA

Nola var stofnað í ársbyrjun árið 2014 af Karin Kristjönu Hindborg förðunarfræðing, sem vefverslun sem sérhæfði sig í innflutningi á snyrtivörum sem ekki höfðu verið fáanlegar á Íslandi. Hugsunin var að brúa bilið milli ,,high end” og ,,drugstore” merkja og hugsa meira um hreinar vörur og svo kölluð indie merki.

Við byrjuðum með eina hillu í stofunni heima sem fljótlega stækkaði svo það sýndi okkur að mikill áhugi væri fyrir nýjungum og Íslendingar voru tilbúnir í að panta á netinu og fá sent heim.

Í dag erum við búin að opna verslun á Höfðatorgi, erum enn með netverslun og einnig heildverslun. Í versluninni starfa 6 stúlkur ásamt Karin sem er stofnandi og eigandi.

Við leggjum gríðarlega mikinn metnað í persónulega og góða þjónustu.  Við flytjum sjálf inn allar vörur (nema Eco by Sonya og Sugarbearhair)

Allar okkar vörur eru cruelty free, náttúrulegar, lífrænar, án óæskilegra innihaldsefna og hafa sterka sérstöðu á sínu sviði. Innihaldsefni og saga fyrirtækjanna er einnig mikilvæg.

Þegar verslunin okkar opnaði á Höfðatorgi 2016 fengum við til liðs við okkur HAF Studíó (www.hafstudio.is) til að hanna búðina og það hefur margfalt skilað sér. Karítas og Haffi, eigendur HAF eru fagmenn fram í fingurgóma og tengdu vel við hugmyndir Karinar.

Starfsmenn Nola vinna saman sem heild ásamt viðskiptavinum. Okkur þykir mikilvægt að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini okkar til að ná sem mestum árangri. Við viljum aðstoða hvern og einn að finna vörur við hæfi og veita fólki góða upplifun.

Eftirfarandi myndir tók Gunnar Sverrisson ljósmyndari (www.homeanddelicious.is)