Briogeo Haircare

Við tókum nýlega inn hárvörumerkið Briogeo sem kemur frá New York eins og svo margt annað gott.

Við vorum búin að leita lengi af hárvörum sem stæðust okkar væntingar og fundum einnig fyrir þörf hjá viðskiptavinum okkar. Það var skilyrði hjá okkur að vörurnar væru cruelty free, vegan, án parabena, súlfata og fleiri óæskilegra innihaldsefna. Náttúruleg innihaldsefni skipta okkur miklu máli en þær verða þó líka að virka. Það er ógrynni af flottum vörum á markaðnum það leikur enginn vafi á því og náttúrulegar vörur eru að verða meira áberandi.

Það sem er ótrúlega algengt að sjá í hárvörum í dag eftirfarandi: cruelty free, vegan og án súlfata. Það er hins vegar eitt innihaldsefni sem við vildum ekki og það er sílikon. Um leið og vörur eru án sílikon snar minnkar úrvalið.

Það er alls ekki hættulegt og mikið af vörum eru með ofboðslega lítið sílikon sem er mjög hentugt fyrir marga. Sílikon húðar hvert hár og gerir það mjúkt eftir minni bestu vitund, en fyrir mjög viðkvæmt og fíngert hár getur það orðið flatt. Þarna komum við að kjarnanum, þarna töldum við okkur koma að óplægðum akri og vildum fara þessa leið í vali á hárvörum, til að breikka vöruúrvalið og geta þá boðið upp á eitthvað nýtt. Við viljum helst vera með vörur sem hafa einhverja sérstöðu.

Við erum mjög ánægð með þessa viðbót og viðskiptavinir okkar taka mjög vel í Briogeo, enda margverðlaunaðar 🙂

Briogeo is 6-free hair care; meaning formulas are free of sulfates, parabens, phthalates, silicones, DEA and synthetic color. All products are 90 to 100 percent naturally derived and packaged in bottles that are both recycled and recyclable. Briogeo formulas are cruelty-free and mostly vegan and gluten free also.