Franska Elítan

Embryolisse er löngu orðið þekkt merki út um allan heim og þá sérstaklega Lait Créme Concentré sem er Top Seller út um allan heim og hefur unnið ótal verðlaun.

Embryolisse var stofnað árið 1950 af frönskum húðlækni sem vann á spítala í París og sérhæfði sig í húðsjúkdómum og brunasárum. Þessi húðlæknir vildi hanna sínar eigin húðvörur eins og t.d mjólkur-krem (milk-cream) sem myndi standast hans verkefni í vinnunni. Hann vildi sjá varanlegan árangur.
Það tókst heldur betur hjá honum þar sem aðal varan hjá Embryolisse er Lait Créme Concentré sem er fjölþætt rakakrem og hentar viðkvæmustu húðgerðum. Kremið er einnig hreinsir og primer. Kremið hefur skipað sér sess sem eitt mikilvægasta rakakrem og primer hjá förðunarfræðingum. Það er nánast undantekningarlaust hægt að sjá glitta í Lait Créme Concentré baksviðs á tískusýningum og myndatökum.

Það er talað um að á 20 sek fresti seljist túpa af kreminu, nokkuð gott.

Embryolisse hefur margar aðrar frábærar vörur að geyma og okkar uppáhald er:

Micellar Water, hreinsivatn sem leysir upp allan farða og hreinsar burt öll yfirborðs óhreinindi. Einstaklega milt og hentar einnig fyrir augnsvæði.

Hydra Mask er frábær rakamaski sem plumpar upp húðina af raka. Þessi rakamaski er sannkallaður letingi þar sem má sofa með hann.

Rosamélis Hydrating Mist er rakasprey með rósarvatni sem minnkar roða og róar húðina. Rosamélis Hydrating Mist er einnig notað sem tóner.

Embryolisse vörurnar eru paraben og alkóhól fríar. cruelty free og vegan.