Pestle & Mortar

Nimbu – Body Butter

Ekki til

7.990 kr.

Mjög nærandi líkamskrem – 200g

Ekki til

Lýsing

Mjög nærandi líkamskrem – 200g

Pestle & Mortar Nimbu Body Butter
Ríkulegt lúxus líkamskrem samsett með klínískt sannaðri seramíðblöndu og auðgað með shea-smjöri, avókadóolíu og túrmerik. Seramíð eru um 50% af náttúrulegri samsetningu húðarinnar en fara minnkandi með aldrinum með þeim afleiðingum að húðin verður þurrari og öldrunarmerki sjáanlegri. Í þessari formúlu vinna þau saman með náttúrulega græðandi innihaldsefnum, á borð við bólgueyðandi túrmerik, og fær húðin ákafan raka og næringu svo hún verður mjúk, slétt og ljómandi frá toppi til táar.

Ilmurinn af Nimbu er innblásinn af indverskri menningu en Nimbu Pani er sítrusvatn blandað með ís, salti, grænum myntulaufum og mildað með hunangi. Hefð er fyrir því að þessi blanda af sætu, fersku, söltu og súru sé borin fram á Indlandi til að hressa upp á líkamann og skynfærin og endurspeglast í ilminum af Nimbu-líkamsvörunum.

Helstu upplýsingar:
Ríkulegt líkamskrem sem inniheldur klínískt sannaða seramíðblöndu.
Inniheldur náttúrulega græðandi innihaldsefni.
Húðin fær öflugan raka og næringu, verður mýkri og sléttari.
Býr yfir upplífgandi ilmi sem innblásinn er af Nimbu Pani.
Án parabena, jarðolíu, sílikonefna, súlfata, própýlens og dýraafurða.
Varan er vegan og ekki prófuð á dýrum.

PM-31

Nimbu - Body Butter

7.990 kr.

Ekki til